BRCA2 - grunur, greining, niðurstaða

Ég fór margar ferðir á Leitarstöðina ef ég var stressuð vegna hnúta í brjóstum og svo fór ég að sjálfsögðu í mitt árlega eftirlit og lét það alls ekki klikka.

þegar ég mætti á leitarstöðina vegna hnútar sem ég vildi láta kíkja á, fer maður í svona "sér svæði" og í ómun og alles, ég útskýri að mamma hafi fengið þetta svona og svona ung og ég vilji láta rannsaka þetta. Jájá ekkert mál, óheppin hún mamma þín, við skulum óma þetta. - sem er gert í þessi skipti og líka rtg. myndað og ekkert kemur út úr þessu. 

Þettar heimsóknir mínar voru ÞRISVAR SINNUM AUKAHEIMSÓKNIR fyrir utan þetta venjulega og ALDREI var mér tjáð að það væri hægt að fara og hitt erfðaráðgjafa og ræða mín mál. Í öll þessi skipti nefndi ég að móðir mín greindist 31 árs og dó 8 árum síðar. ÉG ER ÓSÁTT VIÐ ÞESSA STOFNUN AÐ VINNA EKKERT MEÐ KVÍÐNU KONUNNI sem fékk ekki ábendingu á erfðaráðgjöfina á LSH.

Það er ekki fyrr en rituð er grein um Angelinu Jolie sem ég hringi á erfðaráðgjöfina og panta viðtal. Það gekk ekki hratt fyrir sig, enda "allir" að fara af stað þá og rannsaka þessu, smá hræðslukast sem greip konur varðandi þetta. ´Viðtalið var í maí . OK ættartréð mitt reyndist vera mjög stórt og ég fæ hringinu um haustið að það sé loks búið að kanna þetta og rannsóknir á erfðaefnum úr mömmu gerðu ekkert gagn. Blóðprufa er boðin að hausti og tekur 14 daga að fá niðurstöður. Við systkin förum öll þrjú í mjög gott, fróðlegt, ítarlegt og gagnlegt viðtal hjá dásamlegu Vigdísi og Óskari. 

Niðurstaðan liggur fyrir á miðvikudegi seinnipart. Ég fæ hringingu um hvort ég vilji vita svarið í síma - ég jánka því. Vissi alltaf svarið. En systkini mín sluppu!! Stóra systir mjög kát með þann hlut, var alveg viss um að vera með þetta gen. Eitthvað sem sagði mér það. 

Nú hefst vinnan í að komast í tengslum við alia til að ræða þessi mál öll saman og hvað þetta allt þýðir, að vera með BRCA2 gen sem er með yfir 80% líkur á því að fá brjóstakrabbamein þýðir!!


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband